Tónskólinn
í Reykjavík

Metnaðarfullt og gefandi tónlistarnám í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal og Fossvogi.

Námsleiðir

Forskólinn

Þverflauta

Gítar

Selló

Fiðla/Víóla

Söngnám

Píanó

Harmónika

Fréttir

Stöndum vörð um tón­listar­menntun barna og ung­menna – Opið bréf til borgarstjóra

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) mótmælir harðlega um sjö prósenta niðurskurði Reykjavíkurborgar á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna. FT telur þessi áform með öllu óásættanleg og að það sé ekki verjandi að enn eigi að skerða aðgengi að tónlistarmenntun í borginni með ítrekuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarskóla. Þá eykur það enn á alvarleika málsins að samkvæmt gögnum Reykjavíkurborgar frá árinu 2020 virðist stór hluti árganga í grunnskólum borgarinnar ekki njóta lögbundinnar tónmenntakennslu.

Lesa frétt

Nýr flygill í salnum!

Tónskólinn í Reykjavík hefur bætt við glæsilegum nýjum flygli í tónleikasalinn, sem markar spennandi tímamót fyrir bæði nemendur og kennara. Hljóðfærið mun þjóna lykilhlutverki á tónleikum og í kennslu. Hljóðfærið er gætt ríkum og litríkum tón og góðum áslætti sem mun ekki einungis gera tónlistarflutning betri heldur einnig gefa nemendum reynslu við að spila á hágæða hljóðfæri. Með viðbót flygilsins vonast Tónskólinn til að eflast enn frekar sem miðstöð tónlistarnáms og tónlistarflutnings.

Lesa frétt

Skólastarf er hafið!

Kæru foreldrar, Vonandi fór sumarið vel með ykkur og þið komið öll endurnærð úr fríum. Nú er skólastarfið komið af stað og er spennandi skólaár framundan. Endilega setjið ykkur í samband við kennara ef einhverjar spurningar eru. Skóladagatalið má nálgast hér og eins og sést er margt skemmtilegt í vændum.

Lesa frétt

Umsókn um tónlistarnám

Smelltu á hnappinn fyrir neðan til að hefja skráningu í tónlistarnám við Tónskólann í Reykjavík.