Tónlistarskólinn í Grafarvogi hefur á sínu 34. starfsári fengið nýtt nafn og merki. Skólinn sem er annar stærstur tónlistarskóla í Reykjavík, hefur vaxið mjög á síðustu árum og teygt sig út fyrir Grafarvoginn. Nú er skólinn einnig með starfsstöðvar í Grafarholti, Úlfarsárdal og Háaleiti – Bústöðum. Nýtt nafn, Tónskólinn í Reykjavík tekur betur utan um alla nemendur sem skólann sækja og þau hverfi sem skólinn starfar í.