Hátíð handa þér

Tónskólinn í Reykjavík býður á hátíðartónleika í Menningarhúsinu Spöng og Úlfarsárdal. Nemendur leika verk sem þau hafa undirbúið á liðinni önn. Eftir tónleika er boðið upp á piparkökur. Það er kjörið að sækja sér í leiðinni lesefni fyrir jólin. Tónleikarnir í Menningarhúsinu Spöng verða á laugardag, 7. desember kl. 11:30, 13:00 og 14:30. Tónleikarnir í Menningarhúsinu Úlfarsárdal verða 13. desember kl. 17:00. Öll velkomin.