Skilmálar

Skólagjöld
Gjaldskrá skólans er ákvörðuð fyrir eitt ár í einu. Gengið er frá skólagjöldum að hausti áður en kennsla hefst. Skólagjöld haustannar þurfa að vera greidd áður en vorönn hefst. Veittur er 10% systkinaafsláttur af lægra skólagjaldi, en ekki er veittur afsláttur af hljóðfæraleigu. Greiðendur geta notað frístundastyrk til að greiða niður skólagjöldin. Frístundastyrk er úthlutað í gegnum Abler þar sem einnig má skipta í allt að sex greiðslur í upphafi skólaárs.
 
Forföll og leyfi
Ekki er skylt að bæta upp einstaka kennslustundir sem falla niður vegna veikinda kennara. Sé kennari forfallaður í hálfan mánuð samfleytt, útvegar skólinn annan kennara eða bætir upp þær kennslustundir sem hafa tapast. Ef nemandi tekur sér leyfi frá tónlistarskólanum eða getur einhverra hluta vegna ekki sótt tíma, á nemandi ekki rétt á uppbótartímum.
 
Uppsögn á skólavist
Nemendur geta sagt upp skólavist hvenær sem er. Til þess að uppsögn sé gild verður að segja náminu upp skriflega með tölvupósti á netfangið tonrey@tonrey.is. Segja þarf upp námi með þriggja mánaða fyrirvara til að fá samhliða niðurfellingu skólagjalda annars eru skólagjöld innheimt í þrjá mánuði eftir að uppsögn berst. Hljóðfæraleigugjald er ekki endurgreiðanlegt.

Lögheimil utan sveitarfélags
Reykjavíkurborg niðurgreiðir nám fyrir nemendur í grunn- og miðnámi sem eru með lögheimili í Reykjavík. Nemendur tónlistarskólans sem stunda nám í grunn- eða miðnámi þurfa því að vera með lögheimili í Reykjavík eða fá samþykki sveitarfélags síns um að niðurgreiða kennslukostnaðinn. Nemendur í framhaldsnámi falla undir reglur jöfnunarsjóðs íslenskra sveitarfélaga um jöfnun á aðstöðumun nemenda til tónlistarnáms og er því kennslukostnaður þeirra nemenda niðurgreiddur af ríkinu. Nemendur tónlistarskólans sem stunda nám á framhaldsstigi þurfa því ekki að vera með lögheimili í Reykjavík.
 
Hljóð- og myndefni
Hljóð- og myndefni sem tekið er upp af starfsmönnum skólans á viðburðum sem skólinn stendur fyrir eða í samstarfi við aðra og í kennslustundum er eign tónlistarskólans. Á umsóknarforminu þarf að samþykkja eða hafna myndatöku af nemanda, svo og birtingu myndefnis á vefmiðlum skólans og samstarfsaðila. Samþykki þetta gildir á meðan nemandi stundar nám við skólann. Foreldrar eiga rétt á að draga samþykki þetta til baka hvenær sem er. Skal það gert með því að senda skólanum skriflega beiðni um afturköllun samþykkis. Afturköllun samþykkis gildir frá þeim tíma sem beiðnin berst.
 
Samþykki
Með því að senda inn umsókn í tónlistarskólann samþykkir umsækjandi þá skilmála sem birtast í þessu skjali sem og gjaldskrá skólans og taka skilmálarnir gildi strax og umsækjandi hefur fengið staðfestingu á námsvist.
 
Hljóðfæraleiga
Tónskólinn á nokkurt safn hljóðfæra sem nemendur geta fengið leigð fyrstu námsárin. Leigjanda ber að kynna sér ástand hljóðfæris og skuldbindur sig að skila því í sama ástandi. Hljóðfæri í leigu nemenda eru alfarið á þeirra ábyrgð þannig að ef skemmdir verða á leiguhljóðfærum í vörslu nemenda eða forráðamanna ber leigjanda að bæta tjónið að fullu skv. mati viðurkenndra hljóðfæraviðgerðamanna. Sé hljóðfæri metið ónýtt, skuldbindur leigjandi sig til að kaupa annað sambærilegt hljóðfæri. Það er stranglega bannað að lána hljóðfærin til þriðja aðila.
 
Persónuupplýsingar
Persónuupplýsingar sem safnað er beint frá þér á Speedadmin eru veittar af fúsum og frjálsum vilja. Þér er ekki skylt að veita þessar persónuupplýsingar og getur afturkallað þær hvenær sem er. Afleiðingin af því að gefa ekki upp nauðsynlegar persónuupplýsingar verður að ekki er hægt að afgreiða umsókn þína. Persónuupplýsingarnar eru eingöngu notaðar í þeim tilgangi að vinna með skráningu í skólann sem og samskipti um þátttöku í, og mögulegri söfnun á, síðari verkefnum. Persónuupplýsingar hins skráða eru varðveittar eins lengi og nauðsynlegt er til þess að hægt sé að sinna þeim tilgangi sem lýst er hér fyrir ofan. Hinum skráða er kunnugt um að hann eða hún getur kynnt sér lög og reglur um persónuvernd á https://www.personuvernd.is/