Söngnámið er byggt á klassískri söngtækni og kennd er örugg notkun á brjóströdd fyrir popptónlist. Fyrir unga söngnemendur er lögð áhersla á góða öndun og stuðning, blöndun raddsviða, framburð, dýnamík, umönnun raddarinnar, þjálfun tónnæmis, framkomu og túlkun í gegnum flutning á sönglögum úr ýmsum áttum. Nemendur læra að syngja með og án hljóðnema ýmist við lifandi píanómeðleik eða afspilun. Nemendur fá aðstoð við val á tónlist við þeirra hæfi og leitast er við að auðga reynslu þeirra af mismunandi tónlistarstíl frá ólíkum tímabilum.
Hér má lesa um námskrá, námsmat og áfangapróf.
Heilt nám 2x 30 mín á viku (einkanám) |
66% nám 2x 20 mín á viku (einkanám) |
50% nám 1x 30 mín á viku (einkanám) |
50% nám 1x 40 mín á viku (samkennsla) |
Auður lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2001. Hún lauk framhaldsprófi í söng frá Royal Conservatoire of Scotland í Glasgow árið 2003. Auður lauk LRSM söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2005 og mastersgráðu (M.Ed.Art) frá Listaháskóla Íslands árið 2017. Auður hefur komið fram á fjölda tónleika hér heima og erlendis. Auður hefur sungið á fjölda viðburða; sinfóníum, óratóríum, óperusýningum og jazztónleikum í hlutverki einsöngvara og í stærri hópum. Hún hefur lengi sungið í kórum á borð við Schola Cantorum, Barbörukórnum og Cantoque Ensemble sem allir eru skipaðir atvinnusöngvurum. Eftir meistaranámið gaf Auður út söngbók fyrir börn, Tónlistin er þín. Auður hefur samið fjölda kórverka og sönglaga. Hún starfar við tónsmíðar, söng, barnakórstjórn og söngkennslu.
© 2024 Tónskólinn í Reykjavík