Fiðlunemendur geta byrjað ungir í námi, eða 5 – 6 ára gamlir. Kennt er í einkatímum tvisvar í viku en einnig er boðið upp á fiðlufornám þar sem tveir nemendur fá samkennslu tvisvar í viku í 20 mínútur í senn. Fiðlunemendum stendur til boða að spila með strengjahljómsveit skólans undir stjórn Auðar Hafsteinsdóttur. Byrjendur geta fengið leigð hljóðfæri hjá skólanum.
Hér má lesa um námskrá, námsmat og áfangapróf.
Heilt nám 2x 30 mín á viku (einkanám) |
66% nám 2x 20 mín á viku (einkanám) |
50% nám 1x 30 mín á viku (einkanám) |
50% nám 2x 20 mín á viku (samkennsla) |
Auður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám við New England Conservatory í Boston og lauk Bachelor of Music gráðu með hæstu einkunn. Auður lauk Master of Music gráðu frá University of Minnesota þar sem hún var nemandi hinna virtu hjóna Almitu og Roland Vamos. Auður hefur komið víða fram sem einleikari og í kammermúsík á alþjóðlegum vettvangi, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada og víða á meginlandi Evrópu. Auður hefur leikið inn á fjölda geisladiska fyrir innlend og erlend útgáfufyrirtæki og fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Margir nemenda Auðar hafa unnið til verðlauna og stunda nám við erlenda tónlistarháskóla.
Matthías Stefánsson nam fiðluleik við Tónlistarskóla Akureyrar frá fimm ára aldri til sextán ára aldurs. Matthías tók 7. stig í fiðluleik frá Tónlistarskólanum á Akureyri en lauk svo burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík ásamt því að stunda nám í gítarleik við Tónlistarskóla FÍH. Matthías hefur verið starfandi tónlistarmaður síðan 2002 ásamt því að kenna á fiðlu og gítar. Matthías hefur spilað á yfir 150 geisladiskum og hefur starfað með flestum þekktari tónlistarmönnum Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölda leikrita/söngleikjum og tónleikauppfærslum og sem tónlistarmaður hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Íslenska dansflokknum, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Matthías hefur samið tónlist og útsett fyrir listamenn ásamt því að hafa komið tveim lögum í úrslitaþætti fyrir val á lagi fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins.
© 2024 Tónskólinn í Reykjavík