Samstarf í hverfinu og nýtt Grafarvogsljóð

Samstarf við fólk og samfélög getur gefið endalaust. Þessi mynd er frá upptökum sem fóru fram á þriðjudag. Þar hljóðrituðu Barna- og unglingakór Grafarvogs og Kór Hamraskóla söng fyrir messu í útvarpi sem mun óma næsta sunnudag 12. maí, mæðradaginn kl. 11:00. Barna- og unglingakór Grafarvogs eru forskóla- og söngnemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi. Meðal annars frumfluttu börnin nýtt Grafarvogsljóð eftir stjórnanda kóranna, Auði Guðjohnsen ásamt hinum frábæru Vox Populi undir stjórn Láru Bryndísar. Endilega hlustið á sunnudag og/eða mætið að hlýða á kórinn í persónu á Vorhátíð barnastarfsins í Grafarvogskirkju.