Vetrarfrí í tónlistarskólanum

Vetrarfrí er í tónlistarskólanum 22. október – 29. október. Við hefjum kennslu á ný samkvæmt stundaskrá, fimmtudaginn 30. október. Við hvetjum ykkur til að nýta fríið í samverstund við hljóðfærið og lesa foreldrahandbók skólans.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – Opið bréf til borgarstjóra

Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum (FT) mótmælir harðlega um sjö prósenta niðurskurði Reykjavíkurborgar á framlögum til tónlistarmenntunar barna og ungmenna. FT telur þessi áform með öllu óásættanleg og að það sé ekki verjandi að enn eigi að skerða aðgengi að tónlistarmenntun í borginni með ítrekuðum niðurskurði á framlögum til tónlistarskóla. Þá eykur það enn á alvarleika málsins að samkvæmt gögnum Reykjavíkurborgar frá árinu 2020 virðist stór hluti árganga í grunnskólum borgarinnar ekki njóta lögbundinnar tónmenntakennslu.
Nýr flygill í salnum!

Tónskólinn í Reykjavík hefur bætt við glæsilegum nýjum flygli í tónleikasalinn, sem markar spennandi tímamót fyrir bæði nemendur og kennara.
Hljóðfærið mun þjóna lykilhlutverki á tónleikum og í kennslu. Hljóðfærið er gætt ríkum og litríkum tón og góðum áslætti sem mun ekki einungis gera tónlistarflutning betri heldur einnig gefa nemendum reynslu við að spila á hágæða hljóðfæri.
Með viðbót flygilsins vonast Tónskólinn til að eflast enn frekar sem miðstöð tónlistarnáms og tónlistarflutnings.
Skólastarf er hafið!

Kæru foreldrar,
Vonandi fór sumarið vel með ykkur og þið komið öll endurnærð úr fríum. Nú er skólastarfið komið af stað og er spennandi skólaár framundan. Endilega setjið ykkur í samband við kennara ef einhverjar spurningar eru. Skóladagatalið má nálgast hér og eins og sést er margt skemmtilegt í vændum.
Skólaslit og innritun

Nú er skólinn kominn í frí en skrifstofa opnar á ný um miðjan ágúst. Fyrsta lota innritunar er yfirstaðin en mögulega verða einhver pláss laus til úthlutunar í byrjun júlí eða ágúst. Enn eru laus pláss í forskólann en hér má lesa um tímasetningar og kennslustaði forskólans.
Nemendur á svið Eldborgar

Yfir 1500 leikskólabörn sungu lög Braga Valdimars við upphaf Barnamenningarhátíðar í Hörpu. Á mánudeginum lék sameiginleg hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Allegro Suzukitónlistarskólanum með leikskólabörnum.
Vetrarfrí framundan

Tónlistarskólinn er í vetrarfríi í næstu viku frá mánudegi 24. febrúar til fimmtudags 27. febrúar en kennsla hefst aftur föstudaginn 28. febrúar. Starfsdagur verður á Öskudegi þann 5. mars.
Upptakturinn

Vertu með í Upptaktinum, ungir semja, fullorðnir flytja. Umsóknarfrestur er 21. febrúar. Nánar á harpa.is/upptakturinn
Jólafrí og jólatónar í loftinu

Í dag 20. desember er síðasti kennsludagur fyrir jólafrí. Kennsla hefst á nýju ári, 3. janúar 2025. Þakkir fyrir árið sem er að líða. Fylgið okkur hér instagram.com/tonskolinn og facebook.com/tonskolinn.
Hátíð handa þér

Tónskólinn í Reykjavík býður á hátíðartónleika í Menningarhúsinu Spöng og Úlfarsárdal. Nemendur leika verk sem þau hafa undirbúið á liðinni önn.