Sellónemendur geta byrjað ungir í námi, eða 5 – 6 ára gamlir. Kennt er í einkatímum tvisvar í viku en einnig er boðið upp á sellófornám þar sem tveir nemendur fá samkennslu tvisvar í viku í 20 mínútur í senn. Sellónemendum stendur til boða að spila með strengjahljómsveit skólans undir stjórn Auðar Hafsteinsdóttur þegar nemendur eru tilbúnir til þess. Selló í undirstærðum fást leigð hjá skólanum.
Hér má lesa um námskrá, námsmat og áfangapróf.
Heilt nám 2x 30 mín á viku (einkanám) |
66% nám 2x 20 mín á viku (einkanám) |
50% nám 1x 30 mín á viku (einkanám) |
50% nám 2x 20 mín á viku (samkennsla) |
Victoria Tarevskaia er frá Moldavíu en hún lærði í Tónlistarskólanum í Moldavíu, í St. Petersburg Conservatory N.A. Rimsky Korsakov og útskrifaðist með mastersgráðu í sellóleik frá Tónlistarakademíu G. Musichescu í Chisinau árið 1994. Victoria lék með Moldavian Philharmonic Symphony Orchestra og Sinfóníu Nord ásamt ýmsum kammerhópum. Victoria hefur starfað sem sellókennari og lausamaður hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan 1999.
© 2024 Tónskólinn í Reykjavík