Strengjasveitin kemur fram á tónleikum skólans eða öðrum uppákomum og hefur meðal annars komið fram á svæðistónleikum Nótunnar.
Síðastliðin ár gegnir strengjasveitin mikilvægu hlutverki á tónleikum á Barnamenningarhátíð. Þegar nemendur hafa náð nokkrum tökum á nótnalestri og grunnfærni á sitt hljóðfæri býðst þeim að leika með strengjasveit skólans.
Æfingar fara fram á laugardagsmorgnum kl. 10:00.
Auður lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún stundaði framhaldsnám við New England Conservatory í Boston og lauk Bachelor of Music gráðu með hæstu einkunn. Auður lauk Master of Music gráðu frá University of Minnesota þar sem hún var nemandi hinna virtu hjóna Almitu og Roland Vamos. Auður hefur komið víða fram sem einleikari og í kammermúsík á alþjóðlegum vettvangi, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada og víða á meginlandi Evrópu. Auður hefur leikið inn á fjölda geisladiska fyrir innlend og erlend útgáfufyrirtæki og fengið frábæra dóma fyrir leik sinn. Margir nemenda Auðar hafa unnið til verðlauna og stunda nám við erlenda tónlistarháskóla.
© 2024 Tónskólinn í Reykjavík