Nemendur sem hefja nám á þverflautu þurfa að vera orðnir 8 til 9 ára gamlir. Æskilegt er að þeir hafi lokið forskólanámi. Þverflautunámið fer fram í einkatímum tvisvar í viku. Nemendur sem komnir eru svolítið áleiðis eiga þess kost að taka þátt í samspilsverkefnum. Byrjendur geta fengið leigð hljóðfæri hjá skólanum.
Hér má lesa um námskrá, námsmat og áfangapróf.
Heilt nám 2x 30 mín á viku (einkanám) |
66% nám 2x 20 mín á viku (einkanám) |
Katrin kemur frá Kiel í Þýskalandi. Hún stundaði nám í flautuleik, með píanó sem annað hljóðfæri, við Tónlistarháskólann í Detmold, Þýskalandi. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Berlín í febrúar 2000 og útskrifaðist síðar með BA (Hons) í þýskri bókmenntafræði og kennslufræði frá Humboldt háskólanum í Berlín. Frá 1995 starfaði Katrin sjálfstætt í Berlín sem kennari og flautuleikari í ýmsum hljómsveitum og kammerhópum. Katrin flutti til Englands árið 2003 og hélt þar áfram starfi sínu sem flautuleikari og flautukennari, ásamt því að vinna við tónlistarmeðferðir. Frá 2013 til dagsins í dag þjálfar Katrin tréblásarana á hljómsveitarnámskeiði í Wies, Suður-Þýskalandi. Katrin var stofnmeðlimur flautukvintettsins Sussex Flutes. Katrin spilar fyrstu flautu með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum og upptökum. Katrin hefur einnig komið fram á hinum ýmsu kammertónleikum í Reykjavík.
© 2024 Tónskólinn í Reykjavík