Tónfræði

Námið

Nemendur á grunn- og miðstigi fá einn tíma á viku í tónfræði og tónheyrn. Nemendur á framhaldsstigi fá klukkustund í hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsögu. Mælst er til að nemendur hefji tónfræði samhliða 5. bekk í grunnskóla. 

Tónfræði: Í grunnnámi er kennd hefðbundin tónfræði byggð á Ópus tónfræðibókum I-III. Í miðnámi er stuðst við Aagot verkefnahefti og Robert Starer hrynæfingar.

Hljómfræði: Kennd er klassísk hljómfræði fyrir byrjendur. Námskeiðið varir tvo vetur. Kennslan felst í fyrirlestrum og æfingum sem að mestu leyti fara fram í kennslustund.  Próf fara fram að vori.

Tónlistarsaga: Kennd er saga klassískrar tónlistar frá miðöldum til vorra tíma. Kennslan felst í fyrirlestrum sem sumpart eru haldnir af kennara og sumpart af nemendum. Jafnframt er hlustað á tóndæmi. Próf fara fram að vori.

Hér má lesa um námsmat í tónfræði.

Rakel Axelsdóttir, grunnnám, tónfræði 1-3
Gunnar Karel Másson, miðnám og framhaldsnám

Kennslutímar:

Tónfræði 1 Fimmtudagar kl. 15:00-15:55
Tónfræði 2 Fimmtudagar kl. 16:00-16:55
Tónfræði 3 Fimmtudagar kl. 17:00-17:55

 

Tónfræði miðnám Miðvikudagar kl. 16:20-17:15
Tónfræði framhald Miðvikudagar kl. 17:20-18:15

 

Kennarar

Rakel María Axelsdóttir

Rakel María hóf tónlistarnám 8 ára gömul, þá á píanó. Á unglingsaldri hóf hún söngnám ásamt píanónámi í Tónlistarskólanum í Grafarvogi. Síðar byrjaði hún í söngnámi í Söngskólanum í Reykjavík. Rakel fluttist svo til Álaborgar og lærði tónlistarfræði við háskólann þar. Þar var lögð áhersla á bæði klassíska og rytmíska tónlist. Á Íslandi tók Rakel BA gráðu og kennsluréttindi við Listaháskóla Íslands með söng sem aðalfag. Rakel lagði einnig áherslu á skapandi tónlistarmiðlun í námi sínu. Rakel hefur kennt tónlist í leikskólum og grunnskólum, ásamt því að vera forskólakennari og tónfræðikennari.

Gunnar Karel Másson

Gunnar Karel fæddist árið 1984 í Reykjavík. Snemma hóf hann tónlistarnám og hefur hann spilað á mörg mismunandi hljóðfæri. Sem tónskáld hefur Gunnar einbeitt sér fyrst og fremst að kammertónlist, þar sem honum finnst tónlistin fá þar athygli sem að hún þarfnast. Fyrir utan tónsmíðarnar þá hefur Gunnar einnig haslað sér völl sem tónleikahaldari. Sérstaklega má nefna Sonic hátíðina í Kaupmannahöfn, sem hann setti á laggirnar ásamt Filip C. de Melo árið 2012. Einnig er hann einn af listrænum stjórnendum tónleikaraðarinnar Jaðarber í Reykjavík. Gunnar er meðlimur í DKF, leikhópnum 16 elskendur og S.L.Á.T.U.R.