Eins og segir í aðalnámskrá er námsmat öll viðleitni til að leggja mat á árangur skólastarfs og hvernig tekist hefur að ná settum markmiðum. Megintilgangur námsmats er að örva nemendur, aðstoða þá við námið og örva til sjálfsmats. Mat þarf að vera óhlutdrægt, heiðarlegt og sanngjarnt. Meta þarf alla þætti námsins svo sem skilning, þekkingu, leikni og framfarir. Matið þarf að gefa glögga mynd af námi og kennslu í skólum landsins.
Tónlistarnám skólans byggir á leiðsagnarnámi. Það felur í sér markmiðssetning í samtali og samvinnu milli nemenda og kennara um einstök verkefni sem taka tillit til hæfniviðmiða í aðalnámskrá. Vörður eru markaðar í náminu sem geta verið í formi verkefna, tónfunda, tónleika eða prófa. Kennari og nemandi sammælast um hvernig markmiðum skal ná með skipulögðum heimaæfingum. Endurgjöf er veitt með reglulegum hætti af kennara, samnemendum eða foreldrum og ný markmið sett þegar öðrum hefur verið náð eða þegar þörf er á endurskoðun þeirra. Sjálfsmat er ekki síður mikilvægur liður í leiðsagnarmati og hvetur nemanda til að vera virkur og ábyrgur þátttakandi í eigin námi. Ný markmið byggja á leiðsagnarmati og endurgjöf jafnt sem áhugasviði nemanda. Nemendur fá skriflegt námsmat að minnsta kosti árlega að vori.
© 2024 Tónskólinn í Reykjavík