Yfir 1500 leikskólabörn sungu lög Braga Valdimars við upphaf Barnamenningarhátíðar í Hörpu. Á mánudeginum lék sameiginleg hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík, Tónmenntaskóla Reykjavíkur og Allegro Suzukitónlistarskólanum með leikskólabörnum sem höfðu heimsótt Tónskólann í Reykjavík og Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Arnar Gabríel Alexson píanónemandi Tónskólans, frumflutti lag eftir sjálfan sig, Reverie – homage a Rachmaninov. Söngskólinn í Reykjavík sýndi atriði úr söngleiknum Óliver sem ungdeild Söngskólans í Reykjavík sá um og fluttu þau lagið Mat, dýrðlegan mat.
Foreldrar og aðstandendur barnanna fylgdust með sýningunni og klöppuðu duglega fyrir börnunum sem stóðu sig með mikilli prýði. Takk fyrir frábæra tónleika og samstarf öll!