Nemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi flytja tónlistarævintýrið, Pétur og úlfinn á Barnamenningarhátíð í Grafarvogskirkju, 19. apríl kl. 18:00. Verkið fjallar um drenginn Pétur sem býr hjá afa sínum í skóginum. Í skóginum leynast ýmsar hættur en Pétur sýnir af sér mikla hetjudáð í baráttu sinni við grimma úlfinn. Sergei Prokofiev, höfundur verksins var fæddur í Donetsk árið 1891. Hann samdi bæði tónlist og handrit á tveimur vikum í apríl árið 1936 fyrir barnaleikhús í Moskvu. Katrin Heymann þýddi texta úr þýsku yfir á íslensku en útsetningin er eftir Hans-Günter Heumann. Aðgangur er ókeypis, allir sem öll velkomin.
Sögumaður:
Eva Jáuregui
Flytjendur:
Adda Sif Snorradóttir, fiðla
Arnór Veigar Árnason, harmóníka
Aron Helgi Eiríksson, gítar
Aron Magnússon, píanó
Bryndís Kolbrún Guðmundsdóttir, fiðla
Deanne Rylan Maamo Tolato, píanó
Edmund Kemps Reiling, gítar
Elísa Sverrisdóttir, þverflauta
Freyr Magnússon, fiðla
Guðrún Ásgeirsdóttir, píanó
Guðún Emilía Þorsteinsdóttir, píanó
Guðrún Lilja Stefánsdóttir, fiðla
Júlía Björt Sigursteinsdóttir, píanó
Helena Lind Einarsdóttir, píanó
Ingólfur Bjarni Jónsson, harmóníka
Jón Tjörvi Morthens, gítar
Líf Austmann Gunnarsdóttir, fiðla
Ragnheiður Ósk Kjartansdóttir, píanó
Rakel Hekla Guðmundsdóttir, píanó
Saga Austmann Gunnarsdóttir, píanó
Sigrún María Birgisdóttir, píanó
Unnur Þorbjörg Ragnarsdóttir, píanó
Vaka Austmann Gunnarsdóttir, píanó
Valgeir Heiðar Erlingsson, píanó
Vigdís Lilja Þórólfsdóttir, píanó