230 reykvísk 5-6 ára leikskólabörn komu fram og sungu ásamt 60 forskólabörnum Tónlistarskólans í Grafarvogi. Hljómsveit skólans og Skólahljómsveit Grafarvogs léku listilega með.
Regnbogi meistarans er samstarfsverkefni Tónlistarskólans í Grafarvogi, Skólahljómsveitar Grafarvogs og Tónskóla Sigursveins við 10 leikskóla í Reykjavík þar sem unnið er með sönglög eftir íslensk þekkt tón- og ljóðskáld. Að þessu sinni eru það Egill Ólafsson, Bjóla og Valgeir Guðjónsson sem eru tónskáld ársins og hljóta þennan heiður. Haraldur Sveinbjörnsson sér um að útsetja verkin fyrir börn og nemendahljómsveit en nemendur Tónlistarskólans í Grafarvogi og Skólahljómsveit Grafarvogs leika undir söng barnanna. Það eru allir hjartanlega velkomnir að sjá og heyra yfir 300 börn taka þátt, syngja og leika frá hjartanu af líf og sál. Stundin sem við eigum saman er ógleymanleg bæði börnum á sviði svo og áheyrendum í sal. Sérstakar þakkir fær Tónskóli Sigursveins fyrir handleiðslu og Grafarvogskirkja fyrir gestrisnina og hlýjar móttökur.