Vetrarfrí framundan

Tónlistarskólinn er í vetrarfríi í næstu viku frá mánudegi 24. febrúar til fimmtudags 27. febrúar en kennsla hefst aftur föstudaginn 28. febrúar. Starfsdagur verður á Öskudegi þann 5. mars.

Í tónlistarskólanum vinnum við hörðum höndum að undirbúa Barnamenningarhátíð í Hörpu, þar sem 5 ára leikskólabörn koma fram með hljómsveitum og forskólabörnum tónlistarskólanna. Gítarhátíð verður um miðjan mars og nemendur skólans leika svo á Upplestrarkeppninni í Grafarvogskirkju 24. mars. Áfangapróf verða í lok mars og tónfundir fyrir páska.